Um okkur
Huggulegt hótel í hjarta Ólafsfjarðar
Markmið Hvanndala er einfalt: að skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft.
Hótelið er staðsett í hjarta Ólafsfjarðar og er umvafið fallegu landslagi. Með aðeins sjö herbergi, horfum við á gæði umfram magn. Hvert smáatriði er hannað með það í huga, hvort sem um er að ræða val á innréttingum, vandlega valin vín eða kyrrðina í heilsulindinni. Starfsfólk okkar einsetur sér að veita persónulega og góða þjónustu, þar sem hverjum gesti er mætt með fagmennsku og virðingu.
Það er okkur sönn ánægja að leggja okkar að mörkum til samfélagsins á sama tíma og við gerum gestum kleift að uppgötva eitt fallegasta landslag á Íslandi. Hvort sem þú sækist eftir ævintýrum eða hvíld þá eru Hvanndalir rétti staðurinn fyrir þig.
HerberginHótelið er staðsett í hjarta Ólafsfjarðar og er umvafið fallegu landslagi. Með aðeins sjö herbergi, horfum við á gæði umfram magn. Hvert smáatriði er hannað með það í huga, hvort sem um er að ræða val á innréttingum, vandlega valin vín eða kyrrðina í heilsulindinni. Starfsfólk okkar einsetur sér að veita persónulega og góða þjónustu, þar sem hverjum gesti er mætt með fagmennsku og virðingu.
Það er okkur sönn ánægja að leggja okkar að mörkum til samfélagsins á sama tíma og við gerum gestum kleift að uppgötva eitt fallegasta landslag á Íslandi. Hvort sem þú sækist eftir ævintýrum eða hvíld þá eru Hvanndalir rétti staðurinn fyrir þig.
Herbergin
Hjá Hvanndölum bjóðum við upp á sjö herbergi, hvert með sinni einstöku hönnun - þar sem nútímaþægindi mæta staðaranda. Hvort sem þú ert á ferðalagi einn, með maka, fjölskyldu eða vinum ert þú á réttum stað til að upplifa, hvílast og endurnærast.

From: 329.90 EUR / night
Standard herbergi
Notalegt og stílhreint, tilvalið fyrir einstakling eða par
Bóka núna
From: 494.85 EUR / night
Fjölskylduherbergi
Rúmgott herbergi, tilvalið fyrir fjölskyldu eða hóp
Bóka núna
From: 549.83 EUR / night
Junior svíta
Rúmgott herbergi með vönduðum smáatriðum og auknum þægindum
Bóka núna
From: 865.98 EUR / night
Svíta
Okkar glæsilegasta svíta með tveimur svefnherbergjum og rúmgóðri stofu
Bóka núnaHeilsulind
Upplifðu kyrrð norðursins
Endurnærðu líkama og sál í heilsulindinni okkar - þar sem ró, jafnvægi og vellíðan mætast
Aðstaðan inniheldur:
Aðstaðan inniheldur:
- Heitan pott utandyra
- Saunu
- Innfrarauða saunu
- Kaldan pott
- Slökunarsvæði
- Meðferðarherbergi
Bókanir á spa@hvanndalir.is eða í síma 466-1003
Spa MenuMyndir
Fáðu innsýn í dvölina fyrir komu, þar sem hvert smáatriði er hannað með það í huga að skapa kyrrð og tengingu við umhverfið.
Allt frá vönduðum herbergjum til afslöppunar í heilsulindinni - þar sem kyrrð og tenging við náttúruna er höfð að leiðarljósi. Hvort sem hugurinn leitar til rólegra morgna í tæru sveitalofti eða fallegs landslags í faðmi fjallahringsins, þá hefst upplifunin hér.
Afþreying
Hafðu samband
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú þarft frekari upplýsingar eða aðstoð við bókun. Hvort sem þú ert að skipuleggja dvöl með áherslu á rómantík, vellíðan og heilsu, ævintýri eða eitthvað annað gerum við okkar besta við að gera ferðina ógleymanlega.
- Aðalgata 14, 625 Ólafsfjörður
